Tinder - Appið sem allir eru að tala um Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira