Lífið

Diddy selur svörtu einkaþotuna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
P. Diddy hefur losað sig við svörtu einkaþotuna sína.
P. Diddy hefur losað sig við svörtu einkaþotuna sína. Getty/Shareif Ziyadat

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi.

Viðskiptamiðillinn Business Insider greindi frá fregnunum á föstudag. Þar hefur miðillinn eftir fyrirtækinu Silver Air Private Jets, sem áður sá um að bóka þotu Combs í leiguflug, að einkaþotan hafi verið seld í október síðastliðnum. 

Ekki kemur þó fram hvað Combs fékk fyrir flugvélina. Samkvæmt umfjöllun Business Insider fáist á bilinu tuttugu til þjátíu milljónir Bandaríkjadala (2,5 til 3,7 milljarðar krónar) fyrir slíka þotu samkvæmt en það velti þó á ásigkomulagi og notkun.

Diddy birti reglulega myndir og myndbönd af þotunni á samfélagsmiðlum.

Einkaþotan var byggð árið 2015, er svört að utan og drapplituð að innan, getur ferjað allt að fjórtán farþega, leyfir gæludýr og er með sérstakt afþreyingarkerfi. Þotan ber nú einkennisstafina T7-OKS en T7-forliðurinn þýðir að flugvélin er skráð í smáríkinu San Marinó. Áður var þotan skráð sem N1969C á hlutafélagið LoveAir í eigu Combs.

Mánuðina eftir handtöku Diddy í september 2024 þar sem hann var ákærður fyrir fjölda glæpa, þar á meðal mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur og kynferðisbrot, flaug einkaþotan vítt og breitt um heiminn til landa á borð við Frönsku Pólýnesíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklega hefur það verið til að afla Diddy tímabundins fjár.

Ekkki er minnst akkúrat á þessa einkaþotu í ákærunum gegn Combs en hann var þó sakaður þar um að fljúga fórnarlömbum sínum með einkaþotu og nota flugvélina til að skaffa sér eiturlyf.

Kveðinn var upp dómur í máli Combs í október 2025 og var hann sýknaður af alvarlegustu ásökununum á hendur honum, mansali og skipulagðri glæpastarfsemi, en var sakfelldur í tveimur ákæruliðum sem tengdust flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Fyrir það laut hann fimmtíu mánaða dóm og sekt upp á hálfa milljón dala.

Þó hann sé búinn að selja einkaþotuna á Combs enn tvær villur í Miami og eina villu í Los Angeles. Þá síðastnefndu setti hann á sölu fyrir 6,1 milljón dala í september 2024 en það gekk ekki að selja hana þannig hún var tekin af sölu.


Tengdar fréttir

Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi

Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy.

Refsidómi Diddy verði áfrýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“

Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.