Lífið

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rosalia og Loli Bahia spókuðu sig um Parísarborg saman.
Rosalia og Loli Bahia spókuðu sig um Parísarborg saman. NACA XPOS

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Rosalia er mjög flæðandi þegar það kemur að því að skilgreina kynhneigð sína og hefur deitað konur, karla og kvár fram að þessu. Hún var í tæp tvö ár í sambandi með leikaranum Jeremy Allen White en þau ákváðu í sameiningu að hætta saman í fyrra.

Hún er gríðarlega vinsæl í tónlistarsenunni með 36 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og platan hennar LUX sem kom út í fyrra sló algjörlega í gegn. Þá hefur hún gefið út tvö lög með okkar allra bestu Björk Guðmundsdóttur og eru þær stöllur góðar vinkonur. 

Rosalía virðist nú hafa fundið ástina á ný en Loli er að gera það gott í fyrirsætubransanum, hefur prýtt forsíðu tískurisans Vogue, setið fyrir hjá hátískuhúsum á borð Versace, Louis Vuitton og Chanel og tekið þátt í heitustu tískusýningunum. Þvílíkt ofurpæjupar!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.