Gestrisin borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun