Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar Ingibjörg Kolbeins Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Fyrir nokkrum vikum þekktu fáir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Í dag þekkja hins vegar flestir Sveinbjörgu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Hún vill leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um hvort úthluta skuli lóð undir mosku í Sogamýri. Að eigin sögn er hún með sólópróf í flugi sem mun án efa nýtast henni vel núna þegar hún kemur inn til lendingar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Sveinbjörg mun hljóta atkvæði þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá mun hún án efa hljóta atkvæði þeirra sem vilja meira íbúalýðræði, þeirra sem hafa fram til þessa verið óákveðnir og þeirra sem aðhyllast kristna trú. Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar því það vill stjórnmálamenn sem hafa bein í nefinu. Af þeim sökum fer sá hópur stækkandi sem vill framgang Sveinbjargar sem mestan. Sveinbjörg sýnir sjálfstæði í sínum eigin flokki auk þess sem hún þorir að taka á hinum stjórnmálalega rétttrúnaði. Í dag eru slíkir eiginleikar sjaldgæfir á meðal stjórnmálamanna og eftir þeim er tekið. Líklegt er að óákveðið fylgi muni flykkjast um hana enda hefur fram til þessa verið ládeyða yfir kosningabaráttunni. Það sem Sveinbjörgu hefur nú tekist, er að laða til sín kjósendur úr öllum áttum og ljóst að margir þeirra hafa ekki áður greitt flokknum atkvæði sitt. Á vissan hátt má gera því skóna að þessir kjósendur líti svo á að þeir séu að greiða atkvæði um landsmál í sveitarstjórnarkosningum. Á það hefur verið bent að keimlík undiralda hafi skollið á Sviss þar sem almenningur krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þarlendir stjórnmálamenn höfðu ítrekað komið í veg fyrir atkvæðagreiðslur á sveitarstjórnarstigi. Fylgi Framsóknar og flugvallarvina vex nú ört og ljóst að Sveinbjörg var rétti oddvitinn fyrir flokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum þekktu fáir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Í dag þekkja hins vegar flestir Sveinbjörgu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Hún vill leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um hvort úthluta skuli lóð undir mosku í Sogamýri. Að eigin sögn er hún með sólópróf í flugi sem mun án efa nýtast henni vel núna þegar hún kemur inn til lendingar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Sveinbjörg mun hljóta atkvæði þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá mun hún án efa hljóta atkvæði þeirra sem vilja meira íbúalýðræði, þeirra sem hafa fram til þessa verið óákveðnir og þeirra sem aðhyllast kristna trú. Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar því það vill stjórnmálamenn sem hafa bein í nefinu. Af þeim sökum fer sá hópur stækkandi sem vill framgang Sveinbjargar sem mestan. Sveinbjörg sýnir sjálfstæði í sínum eigin flokki auk þess sem hún þorir að taka á hinum stjórnmálalega rétttrúnaði. Í dag eru slíkir eiginleikar sjaldgæfir á meðal stjórnmálamanna og eftir þeim er tekið. Líklegt er að óákveðið fylgi muni flykkjast um hana enda hefur fram til þessa verið ládeyða yfir kosningabaráttunni. Það sem Sveinbjörgu hefur nú tekist, er að laða til sín kjósendur úr öllum áttum og ljóst að margir þeirra hafa ekki áður greitt flokknum atkvæði sitt. Á vissan hátt má gera því skóna að þessir kjósendur líti svo á að þeir séu að greiða atkvæði um landsmál í sveitarstjórnarkosningum. Á það hefur verið bent að keimlík undiralda hafi skollið á Sviss þar sem almenningur krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þarlendir stjórnmálamenn höfðu ítrekað komið í veg fyrir atkvæðagreiðslur á sveitarstjórnarstigi. Fylgi Framsóknar og flugvallarvina vex nú ört og ljóst að Sveinbjörg var rétti oddvitinn fyrir flokkinn í Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar