Raki, mygla – meinsemd, meðul Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 2. júní 2014 00:00 Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar