"Okkur er ætlað stórt hlutverk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2014 07:00 Martin var kjörinn besti leikmaður síðasta árs. Fréttablaðið/Valli Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom Dominos-deild karla Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira
Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom
Dominos-deild karla Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum