Mikil aukning vindorku í Noregi Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun