Vill fleiri íslenska leikara í Hollywood-mynd Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 09:00 Margrét undirbýr nú tökur á Terra Infirma. Hér er hún með eiginmanni sínum, Jóni Óttari. „Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein