Aukin framleiðni, meiri hamingja, minna stress Teitur Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2014 09:00 Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun