Sérstaða á markaði kemur með hugbúnaðarnýsköpun 26. ágúst 2014 12:00 Ólafur Örn Nielsen er einn stofnenda Kolibri. Hann segir þjónustufyrirtæki eiga sóknarfæri í hugbúnaðarnýsköpun. MYND/ANDRI MARINO Nýr veruleiki þjónustufyrirtækja Stafræna vöruþróunarfyrirtækið Kolibri er ný tegund fyrirtækis á markaðnum. Það skilgreinir sig hvorki sem UT-fyrirtæki né veffyrirtæki. Hjá félaginu starfa tuttugu hönnuðir og hugbúnaðarsérfræðingar en það flutti nýverið starfsemi sína á nýjar skrifstofur á efstu hæð á Laugavegi 26. „Við hjálpum fyrirtækjum að ná sérstöðu á markaði en í dag felur það nær undantekningarlaust í sér hugbúnaðarnýsköpun,“ segir Ólafur Örn Nielsen, einn stofnenda Kolibri. Snertifletir fyrirtækja við viðskiptavini sína eru nú í mun meiri mæli stafrænir. Nýi veruleikinn er sá að fólk ætlast til þess að geta stofnað til viðskipta í gegnum netið og afgreitt sig sjálft með þá þjónustu sem það þarfnast án þess að þurfa að hringja eða mæta á staðinn. Þetta er þó ekki alltaf í boði í öllum geirum.Sóknarfærin augljós "Bankarnir leiddu þróunina með tilkomu heimabankanna á miðjum tíunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ríkt þar mikil stöðnun,“ segir Ólafur. Hann bendir á að stórir geirar á borð við fjarskipta-, trygginga- og fjölmiðlageirann séu enn skammt á veg komnir þegar stafræn viðskiptaupplifun er annars vegar. Það er stórt tækifæri fyrir fyrirtæki að bregðast við. Með því að vinna hratt geta þau náð forskoti á samkeppnisaðilana. Besta leiðin til að velta leiðandi fyrirtækjum á markaði úr sessi er með tækninýjungum. Það er enn urmull tækifæra á markaðnum til að gera betur. Í sumum geirum er enn nær ómögulegt fyrir viðskiptavini að stofna til viðskipta á netinu og afgreiða sig sjálfir með þá þjónustu sem þá vantar. Þar eru sóknarfærin augljós,“ segir Ólafur.Kolibri flutti nýverið starfsemi sína í nýjar og glæsilegar skrifstofur á efstu hæð á Laugavegi 26 með útsýni yfir miðbæinn, Faxaflóa og Esjuna.Heildarupplifun viðskiptavina markast af tæknilausnum „Í okkar vinnu tölum við gjarnan um innri og ytri viðskiptaupplifun. Ytri upplifun er sú sem er sýnileg viðskiptavininum en það getur verið vefsíða fyrirtækisins, app, verslun, símaver eða hvaðeina sem honum býðst að nýta sér beint. Innri upplifunin snýr svo að starfsfólki fyrirtækjanna og þeim tæknilegu ferlum sem þarf að fara í gegnum til að veita þjónustuna. Ef innri og ytri viðskiptaferlarnir eru brotnir og kerfin úrelt blasir við að það hefur neikvæð áhrif á heildarupplifun viðskiptavinarins og þar með á afkomu fyrirtækisins,“ segir Ólafur.Góð stafræn upplifun besta auglýsingin Mikið hefur verið rætt um að fyrirtæki verji minni fjármunum í markaðsmál en áður. Ólafur segir að því sé stundum ruglað saman að þegar fyrirtæki kaupi minna af auglýsingum séu þau að verja minni fjármunum til markaðsmála. „Fyrirtæki eru að fjárfesta í mun meiri mæli í þjónustuþáttum og þar eru stafrænar lausnir í aðalhlutverki. Góð stafræn upplifun er einfaldlega besta auglýsingin,“ segir Ólafur.Tækniþenkjandi markaðsfólk og markaðsþenkjandi tæknifólk Eru skilin á milli tækni- og markaðsmála þá ekki að verða sífellt óljósari? Ólafur segir það vissulega vera svo og að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir markaðsfólk að hafa þekkingu á hugbúnaðarþróun og fyrir tæknifólkið að geta sett sig í spor viðskiptavinarins. „Það má segja að atvinnulífið krefjist tækniþenkjandi markaðsfólks og markaðsþenkjandi tæknifólks en nauðsynlegt er að þessi þekkingarsvið eigi í góðu samstarfi sé ætlunin að skapa einstaka þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini,“ segir Ólafur.Daglegir stöðufundir skipa stóran sess í starfi Kolibri og þá er ekki sest niður.Aukin krafa um þekkingu stjórnenda á hugbúnaðarþróun Eina þjónustuleið Kolibri eru svokölluð Kolibri-teymi en þau byggja á aðferðafræði sem félagið hefur þróað síðustu árin. Teymin vinna gjarnan inni hjá samstarfsaðilum og eru starfsmenn þeirra einnig hluti af teyminu. Kolibri-teymin starfa ávallt eftir vel skilgreindum viðskiptamarkmiðum og markmið þeirra er að skila af sér auknu virði eins fljótt og auðið er og svo reglulega eftir það. Ólafur segir fyrirtækið hafa þróað einstakar aðferðir við þróun á hugbúnaði sem stjórnendur sumra af stærstu fyrirtækjum landsins hafa kunnað vel við. „Við finnum þegar við erum að hitta stjórnendur að hugbúnaðarþróun er að verða hluti af kjarnastarfsemi nánast allra þjónustufyrirtækja og þeir stjórnendur standa upp úr sem hafa framsýni til að fjárfesta í tækniþróun,“ segir Ólafur. Kolibri stendur árlega fyrir ráðstefnunum Agile Ísland og Lean Ísland en þær fjalla um nútímalegar stjórnunaraðferðir. Hundruð sérfræðinga úr íslensku atvinnulífi sækja ráðstefnurnar ár hvert. Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Vodafone, Össur, 66°Norður, OZ, Tryggingamiðstöðin, Landsnet, Gagnaveitan, Nikita Clothing, Nova, Já.is og Salomon. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýr veruleiki þjónustufyrirtækja Stafræna vöruþróunarfyrirtækið Kolibri er ný tegund fyrirtækis á markaðnum. Það skilgreinir sig hvorki sem UT-fyrirtæki né veffyrirtæki. Hjá félaginu starfa tuttugu hönnuðir og hugbúnaðarsérfræðingar en það flutti nýverið starfsemi sína á nýjar skrifstofur á efstu hæð á Laugavegi 26. „Við hjálpum fyrirtækjum að ná sérstöðu á markaði en í dag felur það nær undantekningarlaust í sér hugbúnaðarnýsköpun,“ segir Ólafur Örn Nielsen, einn stofnenda Kolibri. Snertifletir fyrirtækja við viðskiptavini sína eru nú í mun meiri mæli stafrænir. Nýi veruleikinn er sá að fólk ætlast til þess að geta stofnað til viðskipta í gegnum netið og afgreitt sig sjálft með þá þjónustu sem það þarfnast án þess að þurfa að hringja eða mæta á staðinn. Þetta er þó ekki alltaf í boði í öllum geirum.Sóknarfærin augljós "Bankarnir leiddu þróunina með tilkomu heimabankanna á miðjum tíunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ríkt þar mikil stöðnun,“ segir Ólafur. Hann bendir á að stórir geirar á borð við fjarskipta-, trygginga- og fjölmiðlageirann séu enn skammt á veg komnir þegar stafræn viðskiptaupplifun er annars vegar. Það er stórt tækifæri fyrir fyrirtæki að bregðast við. Með því að vinna hratt geta þau náð forskoti á samkeppnisaðilana. Besta leiðin til að velta leiðandi fyrirtækjum á markaði úr sessi er með tækninýjungum. Það er enn urmull tækifæra á markaðnum til að gera betur. Í sumum geirum er enn nær ómögulegt fyrir viðskiptavini að stofna til viðskipta á netinu og afgreiða sig sjálfir með þá þjónustu sem þá vantar. Þar eru sóknarfærin augljós,“ segir Ólafur.Kolibri flutti nýverið starfsemi sína í nýjar og glæsilegar skrifstofur á efstu hæð á Laugavegi 26 með útsýni yfir miðbæinn, Faxaflóa og Esjuna.Heildarupplifun viðskiptavina markast af tæknilausnum „Í okkar vinnu tölum við gjarnan um innri og ytri viðskiptaupplifun. Ytri upplifun er sú sem er sýnileg viðskiptavininum en það getur verið vefsíða fyrirtækisins, app, verslun, símaver eða hvaðeina sem honum býðst að nýta sér beint. Innri upplifunin snýr svo að starfsfólki fyrirtækjanna og þeim tæknilegu ferlum sem þarf að fara í gegnum til að veita þjónustuna. Ef innri og ytri viðskiptaferlarnir eru brotnir og kerfin úrelt blasir við að það hefur neikvæð áhrif á heildarupplifun viðskiptavinarins og þar með á afkomu fyrirtækisins,“ segir Ólafur.Góð stafræn upplifun besta auglýsingin Mikið hefur verið rætt um að fyrirtæki verji minni fjármunum í markaðsmál en áður. Ólafur segir að því sé stundum ruglað saman að þegar fyrirtæki kaupi minna af auglýsingum séu þau að verja minni fjármunum til markaðsmála. „Fyrirtæki eru að fjárfesta í mun meiri mæli í þjónustuþáttum og þar eru stafrænar lausnir í aðalhlutverki. Góð stafræn upplifun er einfaldlega besta auglýsingin,“ segir Ólafur.Tækniþenkjandi markaðsfólk og markaðsþenkjandi tæknifólk Eru skilin á milli tækni- og markaðsmála þá ekki að verða sífellt óljósari? Ólafur segir það vissulega vera svo og að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir markaðsfólk að hafa þekkingu á hugbúnaðarþróun og fyrir tæknifólkið að geta sett sig í spor viðskiptavinarins. „Það má segja að atvinnulífið krefjist tækniþenkjandi markaðsfólks og markaðsþenkjandi tæknifólks en nauðsynlegt er að þessi þekkingarsvið eigi í góðu samstarfi sé ætlunin að skapa einstaka þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini,“ segir Ólafur.Daglegir stöðufundir skipa stóran sess í starfi Kolibri og þá er ekki sest niður.Aukin krafa um þekkingu stjórnenda á hugbúnaðarþróun Eina þjónustuleið Kolibri eru svokölluð Kolibri-teymi en þau byggja á aðferðafræði sem félagið hefur þróað síðustu árin. Teymin vinna gjarnan inni hjá samstarfsaðilum og eru starfsmenn þeirra einnig hluti af teyminu. Kolibri-teymin starfa ávallt eftir vel skilgreindum viðskiptamarkmiðum og markmið þeirra er að skila af sér auknu virði eins fljótt og auðið er og svo reglulega eftir það. Ólafur segir fyrirtækið hafa þróað einstakar aðferðir við þróun á hugbúnaði sem stjórnendur sumra af stærstu fyrirtækjum landsins hafa kunnað vel við. „Við finnum þegar við erum að hitta stjórnendur að hugbúnaðarþróun er að verða hluti af kjarnastarfsemi nánast allra þjónustufyrirtækja og þeir stjórnendur standa upp úr sem hafa framsýni til að fjárfesta í tækniþróun,“ segir Ólafur. Kolibri stendur árlega fyrir ráðstefnunum Agile Ísland og Lean Ísland en þær fjalla um nútímalegar stjórnunaraðferðir. Hundruð sérfræðinga úr íslensku atvinnulífi sækja ráðstefnurnar ár hvert. Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Vodafone, Össur, 66°Norður, OZ, Tryggingamiðstöðin, Landsnet, Gagnaveitan, Nikita Clothing, Nova, Já.is og Salomon.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira