Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar 12. september 2014 09:30 Rikka útlistar einkenni sykurfíknar. Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði. Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði.
Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira