Fyrirtæki í vexti á Íslandi – eða annars staðar Páll Harðarson skrifar 17. september 2014 13:00 Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun