Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar 5. janúar 2025 13:01 Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku atvinnulífi um mikilvægi markþjálfunar til þess að styðja við stjórnendur og starfsfólk og auka velsæld og árangur innan fyrirtækja. Í árdaga var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en með aukinni vitund, rannsóknum og skilningi á ávinningi markþjálfunar er hún nú nýtt á flestum sviðum samfélagsins og í fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Fyrir hverja er markþjálfun? Mörg íslensk fyrirtæki hafa starfandi markþjálfa innanhúss og önnur styrkja stjórnendur og starfsfólk til þess að leita til markþjálfa að eigin vali utanhúss. Undanfarið hafa fjölmargir stjórnendur einnig unnið markvisst að því að innleiða markþjálfunarmenningu í sínar skipulagsheildir en slíkar aðgerðir hafa skilað mælanlegum árangri, aukið framleiðni starfsfólks, dregið úr starfsmannaveltu, bætt starfsánægju og helgun starfsfólks. International Coaching Federation (ICF) eru stærstu og virtustu samtök markþjálfa á heimsvísu. Í alþjóðlegri rannsókn sem ICF stóð fyrir töldu svarendur upp helstu ástæður þess að þau hugleiddu að sækja sér markþjálfun. Flest höfðu væntingar um að markþjálfun gæti hámarkað möguleika þeirra, aukið viðskipti, ýtt undir starfsframa eða hjálpað þeim að átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum. Hvað er markþjálfun? Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn skorar á, veitir aðstoð við að fá skýra sýn, finna tilgang, víkka sjóndeildarhringinn, forgangsraða, koma auga á lausnir og setja niður skref í átt að aðgerðum. Aðferðafræði markþjálfunar byggir á því að markþjálfinn skapar markþeganum öruggt rými til sjálfsskoðunar þar sem traust og virðing ríkja. Markþjálfinn spyr krefjandi og kröftugra spurninga og beitir virkri hlustun til þess að ekki aðeins heyra það sem markþeginn segir, heldur einnig skilja það sem hann raunverulega meinar og átta sig á því hvað liggur þar að baki. Markþjálfun er stöðugt ferðalag innávið og eftir því sem ferðalaginu vindur fram uppgötvar markþeginn sífellt meira um sig, sín viðhorf, hugsanir, tilfinningar og þrár. Fagmennska og gæði skipta máli Faglegur markþjálfi ber hag markþegans fyrir brjósti og starfar af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Markþjálfun miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi sem eru: kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Faglegir markþjálfar innan ICF starfa samkvæmt ströngum siðareglum og þurfa að uppfylla ákveðin hæfniviðmið. Fagfélag íslenskra markþjálfa ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið minnst 60 kennslustunda viðurkenndu markþjálfanámi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og einnig reynslumeiri markþjálfa sem hlotið hafa ACC, PCC og MCC alþjóðagæðavottun á færni sína og fagvitund. Tilgangur félagsins er að efla markþjálfun sem faggrein á Íslandi og stuðla að metnaði og fagmennsku innan greinarinnar. Starf félagsins miðar að því að fræða félagsmenn sína, efla samstarf innan fagsins og mynda kröftug tengsl markþjálfa innanlands sem erlendis. Markþjálfunardagurinn 2025 ICF Iceland stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem er ráðstefna um markþjálfun og jafnframt stærsti faglegi viðburður landsins um aðferðafræðina. Yfirskrift ráðstefnunnar er Mögnum markþjálfun til framtíðar og verður hún haldin 7. febrúar Hilton Reykjavík Nordica. Markþjálfunardagurinn hefur fest sig í sessi sem einn af áhugaverðustu og eftirtektarverðustu viðburðum landsins fyrir markþjálfa, mannauðsfólk, kennara og stjórnendur til þess að eflast í sínu fagi og dýpka þekkingu og færni. Markþjálfunardagurinn 2025 er skreyttur erlendum stjórstjörnum úr heimi markþjálfunar og innlendum markþjálfum sem nýta aðferðir markþjálfunar til að skapa magnaða framtíðarsýn. Ráðstefnan varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sína, sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland - fagfélags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku atvinnulífi um mikilvægi markþjálfunar til þess að styðja við stjórnendur og starfsfólk og auka velsæld og árangur innan fyrirtækja. Í árdaga var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en með aukinni vitund, rannsóknum og skilningi á ávinningi markþjálfunar er hún nú nýtt á flestum sviðum samfélagsins og í fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Fyrir hverja er markþjálfun? Mörg íslensk fyrirtæki hafa starfandi markþjálfa innanhúss og önnur styrkja stjórnendur og starfsfólk til þess að leita til markþjálfa að eigin vali utanhúss. Undanfarið hafa fjölmargir stjórnendur einnig unnið markvisst að því að innleiða markþjálfunarmenningu í sínar skipulagsheildir en slíkar aðgerðir hafa skilað mælanlegum árangri, aukið framleiðni starfsfólks, dregið úr starfsmannaveltu, bætt starfsánægju og helgun starfsfólks. International Coaching Federation (ICF) eru stærstu og virtustu samtök markþjálfa á heimsvísu. Í alþjóðlegri rannsókn sem ICF stóð fyrir töldu svarendur upp helstu ástæður þess að þau hugleiddu að sækja sér markþjálfun. Flest höfðu væntingar um að markþjálfun gæti hámarkað möguleika þeirra, aukið viðskipti, ýtt undir starfsframa eða hjálpað þeim að átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum. Hvað er markþjálfun? Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn skorar á, veitir aðstoð við að fá skýra sýn, finna tilgang, víkka sjóndeildarhringinn, forgangsraða, koma auga á lausnir og setja niður skref í átt að aðgerðum. Aðferðafræði markþjálfunar byggir á því að markþjálfinn skapar markþeganum öruggt rými til sjálfsskoðunar þar sem traust og virðing ríkja. Markþjálfinn spyr krefjandi og kröftugra spurninga og beitir virkri hlustun til þess að ekki aðeins heyra það sem markþeginn segir, heldur einnig skilja það sem hann raunverulega meinar og átta sig á því hvað liggur þar að baki. Markþjálfun er stöðugt ferðalag innávið og eftir því sem ferðalaginu vindur fram uppgötvar markþeginn sífellt meira um sig, sín viðhorf, hugsanir, tilfinningar og þrár. Fagmennska og gæði skipta máli Faglegur markþjálfi ber hag markþegans fyrir brjósti og starfar af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Markþjálfun miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi sem eru: kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Faglegir markþjálfar innan ICF starfa samkvæmt ströngum siðareglum og þurfa að uppfylla ákveðin hæfniviðmið. Fagfélag íslenskra markþjálfa ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið minnst 60 kennslustunda viðurkenndu markþjálfanámi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og einnig reynslumeiri markþjálfa sem hlotið hafa ACC, PCC og MCC alþjóðagæðavottun á færni sína og fagvitund. Tilgangur félagsins er að efla markþjálfun sem faggrein á Íslandi og stuðla að metnaði og fagmennsku innan greinarinnar. Starf félagsins miðar að því að fræða félagsmenn sína, efla samstarf innan fagsins og mynda kröftug tengsl markþjálfa innanlands sem erlendis. Markþjálfunardagurinn 2025 ICF Iceland stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem er ráðstefna um markþjálfun og jafnframt stærsti faglegi viðburður landsins um aðferðafræðina. Yfirskrift ráðstefnunnar er Mögnum markþjálfun til framtíðar og verður hún haldin 7. febrúar Hilton Reykjavík Nordica. Markþjálfunardagurinn hefur fest sig í sessi sem einn af áhugaverðustu og eftirtektarverðustu viðburðum landsins fyrir markþjálfa, mannauðsfólk, kennara og stjórnendur til þess að eflast í sínu fagi og dýpka þekkingu og færni. Markþjálfunardagurinn 2025 er skreyttur erlendum stjórstjörnum úr heimi markþjálfunar og innlendum markþjálfum sem nýta aðferðir markþjálfunar til að skapa magnaða framtíðarsýn. Ráðstefnan varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sína, sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland - fagfélags markþjálfa á Íslandi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun