Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 3. janúar 2025 10:01 Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið. Einangrun Íslands Ísland er lítil eyja í Norður-Atlantshafi sem er algerlega háð flutningum til að uppfylla grunnþarfir sínar. Skipaflutningar og flugsamgöngur eru óumflýjanlegar fyrir land sem hefur hvorki landamæri við önnur lönd né möguleika á að nýta lágkolefnis valkosti eins og landflutninga. Allar þær vörur sem Ísland flytur inn eða út fara með skipum eða flugi. Eins og staðan er í dag þá eru engar lágkolefnislausnir nægilega þróaðar til að uppfylla þarfir landsins. Vegna fjarlægðar frá meginlöndum Evrópu og Norður-Ameríku eru þessar samgöngur ómissandi fyrir viðskipti, ferðamennsku og daglegt líf Íslendinga. Það er óraunhæft fyrir Ísland að draga úr kolefnis notkun þegar það kemur að þessum samgöngum. Til að tryggja lífsviðurværi og efnahagslega sjálfbærni landsins ætti Ísland að fá undanþágu frá kvótakerfum sem refsa því fyrir þessa nauðsynlegu losun. Svik og skortur á gagnsæi Alþjóðleg kvótakerfi, eins og þau sem byggja á Parísarsamkomulaginu er hluti af kerfi Evrópusambandsins (ESB), sem hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir skort á gagnsæi og staðfestra svika. Kvótakerfið hefur rætur í Kýótó-samkomulagið sem lagði grunninn að markmiðum um minnkun losunar hefur sýnt veikleika, vegna misnotkunar og flókins eftirlits. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á hvernig ríki og fyrirtæki misnota kerfið til að koma sér undan raunverulegri minnkun á losun. Það eru þó nokkur dæmi sem hafa komið upp, að fyrirtæki og ríki innan ESB hafi framvísað fölskum kolefniseiningum eða misnotað úthlutaða kvóta. Þýska umhverfisstofnunin (UBA) greindi nýlega frá því að hún væri að rannsaka 40 af 69 kolefnisverkefnum vegna gruns um svik. Af þessum 40 verkefnum eru 21 undir sterkum grun, en aðeins fimm hafa veitt samþykki fyrir vettvangsathugun. Þetta bendir til þess að verulegur hluti verkefna innan kerfisins gætu verið ólögmæt og óáreiðanleg. Kvótakerfið er ekkert annað en þrælahald og fjárhagsleg byrði fyrir smærri ríki eins og Ísland, sem neyðast til að kaupa kolefniseiningar í stað þess að fjárfesta í raunhæfum lausnum innanlands. Þetta veldur því að peningarnir fara til annarra landa án þess að skila beinum umhverfisávinningi. Þessi mál varpa ljósi á almennt vandamál innan ESB, þar sem eftirlit með kolefnisviðskiptakerfum virðist ófullnægjandi. Skortur á gegnsæi og virkri eftirfylgni hefur gert það að verkum að svik og misnotkun viðgangast sem dregur úr trúverðugleika kerfisins og markmiðum þess um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Áskoranir í orkuskiptum Þrátt fyrir að Ísland sé leiðandi í notkun hreinnar raforku, stendur landið frammi fyrir miklum áskorunum í orkuskiptum. Í lykilgreinum eins og sjávarútvegi þegar vertíðin stendur sem hæst við bræðslu. Landeldi er einnig orkufrekur landbúnaður sem og garðyrkja. Þessar greinar eru undirstaða Íslensks efnahagslífs en glíma við takmarkanir sem erfitt er að leysa. Þrátt fyrir endurnýjanlega orku nær Ísland ekki að uppfylla eftirspurnina vegna takmarkaðra raforkuframleiðslu og dreifingar. Ósanngjarnar raforkuhækkanir Nú á nýju ári hækkar raforkuverð sem er í algjöru ósamræmi við samfélagslega hagsmuni. Raforkan er þjóðareign það er samfélagslegt hagsmunamál að hún nýtist til að styðja við Íslenska framleiðslu og almenning. Íslensk fyrirtæki og almenningur eiga að njóta góðs af aðgengi að ódýrri raforku. Að hækka raforkuverð um tugi prósenta sýnir það taktleysi sem þrífst innan stjórnarkerfisins. Kerfið og raunveruleikinn Eins og Íslenskt máltæki segir: „Í upphafi skal endirinn skoða.“ Þegar kvótakerfið er skoðað í heild sinni, er ljóst að það er ekki nægilega skilvirkt. Það að lönd eins og Kína og Bandaríkin sem marka stór spor í vistskerfið, skuli ekki bera meiri ábyrgð í samanburði við smá ríki eins og Ísland. Öll þessi flóknu kerfi hvetja ekki alltaf til raunverulegra aðgerða heldur gefa fyrirtækjum og ríkjum kost á að „kaupa sér tíma“ í stað þess að draga úr losun. Nokkur erlend fyrirtæki njóta þeirra forréttinda að vera með starfstöðvar á Íslandi og fá viðurkenndavottun sem hámarkar virði framleiðslu þeirra. Það sem er galið við þetta reiknisdæmi er að þau fá úthlutaðar einingar án gjalds, en umfram kvótaeininga sinna selja þau áfram inn í þetta meingallaða kerfi. En með réttu ættu þessar umframeiningar að renna beint inn í Íslenskt samfélag án endurgjalds. Fjárhagsleg byrði á minni þjóðum Það að Íslensk stjórnvöld þurfa að kaupa kolefniseiningar erlendis er lýsandi dæmi fyrir píramídasvindl, þar sem þar sópast gríðarlegar fjárhæðir úr Íslenska hagkerfinu þrátt fyrir að hafa gott sem engin áhrif á loftslagið. Í ljósi þessara staðreynda er brýnt að Íslensk stjórnvöld setji sér það sem eitt af meginverkefnum að losa Íslenskt samfélag undan hæl dýrsins, „kvótakerfinu”. Þetta kerfi er ósanngjarnt og óskilvirkt sem fer beint út í verðlag og leggur óþarfa byrðir á Íslenskt atvinnulíf og almenning. Sanngjörn undanþága fyrir Ísland Landfræðileg lega Íslands ein og sér ætti að gefa rétt á undanþágu frá alþjóðlega kvótakerfinu fyrir kolefnislosun. Ísland er háð flutningum af hafi og úr lofti, takmarkanir í orkuskiptum gera Ísland ólíkt öðrum löndum. Auk þess er kvótakerfið ekki nægilega gagnsætt og þær svikamyllur sem virðast þrífast þar veikja kerfið, sem skilvirkt kerfi til loftslagsaðgerða. Í stað þess að taka þátt í þessu sýkta kvótakerfi ætti Ísland að beina fjármagni sínu í sjálfbærar lausnir innanlands, eins og þróun nýrrar orkutækni og kolefnisbindingu. Með því gæti landið haldið áfram að vera leiðandi í sjálfbærni án þess að bera óeðlilega byrði vegna kerfis sem reynst hefur mein gallað í framkvæmd. Höfundur er lífskúnstner Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið. Einangrun Íslands Ísland er lítil eyja í Norður-Atlantshafi sem er algerlega háð flutningum til að uppfylla grunnþarfir sínar. Skipaflutningar og flugsamgöngur eru óumflýjanlegar fyrir land sem hefur hvorki landamæri við önnur lönd né möguleika á að nýta lágkolefnis valkosti eins og landflutninga. Allar þær vörur sem Ísland flytur inn eða út fara með skipum eða flugi. Eins og staðan er í dag þá eru engar lágkolefnislausnir nægilega þróaðar til að uppfylla þarfir landsins. Vegna fjarlægðar frá meginlöndum Evrópu og Norður-Ameríku eru þessar samgöngur ómissandi fyrir viðskipti, ferðamennsku og daglegt líf Íslendinga. Það er óraunhæft fyrir Ísland að draga úr kolefnis notkun þegar það kemur að þessum samgöngum. Til að tryggja lífsviðurværi og efnahagslega sjálfbærni landsins ætti Ísland að fá undanþágu frá kvótakerfum sem refsa því fyrir þessa nauðsynlegu losun. Svik og skortur á gagnsæi Alþjóðleg kvótakerfi, eins og þau sem byggja á Parísarsamkomulaginu er hluti af kerfi Evrópusambandsins (ESB), sem hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir skort á gagnsæi og staðfestra svika. Kvótakerfið hefur rætur í Kýótó-samkomulagið sem lagði grunninn að markmiðum um minnkun losunar hefur sýnt veikleika, vegna misnotkunar og flókins eftirlits. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á hvernig ríki og fyrirtæki misnota kerfið til að koma sér undan raunverulegri minnkun á losun. Það eru þó nokkur dæmi sem hafa komið upp, að fyrirtæki og ríki innan ESB hafi framvísað fölskum kolefniseiningum eða misnotað úthlutaða kvóta. Þýska umhverfisstofnunin (UBA) greindi nýlega frá því að hún væri að rannsaka 40 af 69 kolefnisverkefnum vegna gruns um svik. Af þessum 40 verkefnum eru 21 undir sterkum grun, en aðeins fimm hafa veitt samþykki fyrir vettvangsathugun. Þetta bendir til þess að verulegur hluti verkefna innan kerfisins gætu verið ólögmæt og óáreiðanleg. Kvótakerfið er ekkert annað en þrælahald og fjárhagsleg byrði fyrir smærri ríki eins og Ísland, sem neyðast til að kaupa kolefniseiningar í stað þess að fjárfesta í raunhæfum lausnum innanlands. Þetta veldur því að peningarnir fara til annarra landa án þess að skila beinum umhverfisávinningi. Þessi mál varpa ljósi á almennt vandamál innan ESB, þar sem eftirlit með kolefnisviðskiptakerfum virðist ófullnægjandi. Skortur á gegnsæi og virkri eftirfylgni hefur gert það að verkum að svik og misnotkun viðgangast sem dregur úr trúverðugleika kerfisins og markmiðum þess um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Áskoranir í orkuskiptum Þrátt fyrir að Ísland sé leiðandi í notkun hreinnar raforku, stendur landið frammi fyrir miklum áskorunum í orkuskiptum. Í lykilgreinum eins og sjávarútvegi þegar vertíðin stendur sem hæst við bræðslu. Landeldi er einnig orkufrekur landbúnaður sem og garðyrkja. Þessar greinar eru undirstaða Íslensks efnahagslífs en glíma við takmarkanir sem erfitt er að leysa. Þrátt fyrir endurnýjanlega orku nær Ísland ekki að uppfylla eftirspurnina vegna takmarkaðra raforkuframleiðslu og dreifingar. Ósanngjarnar raforkuhækkanir Nú á nýju ári hækkar raforkuverð sem er í algjöru ósamræmi við samfélagslega hagsmuni. Raforkan er þjóðareign það er samfélagslegt hagsmunamál að hún nýtist til að styðja við Íslenska framleiðslu og almenning. Íslensk fyrirtæki og almenningur eiga að njóta góðs af aðgengi að ódýrri raforku. Að hækka raforkuverð um tugi prósenta sýnir það taktleysi sem þrífst innan stjórnarkerfisins. Kerfið og raunveruleikinn Eins og Íslenskt máltæki segir: „Í upphafi skal endirinn skoða.“ Þegar kvótakerfið er skoðað í heild sinni, er ljóst að það er ekki nægilega skilvirkt. Það að lönd eins og Kína og Bandaríkin sem marka stór spor í vistskerfið, skuli ekki bera meiri ábyrgð í samanburði við smá ríki eins og Ísland. Öll þessi flóknu kerfi hvetja ekki alltaf til raunverulegra aðgerða heldur gefa fyrirtækjum og ríkjum kost á að „kaupa sér tíma“ í stað þess að draga úr losun. Nokkur erlend fyrirtæki njóta þeirra forréttinda að vera með starfstöðvar á Íslandi og fá viðurkenndavottun sem hámarkar virði framleiðslu þeirra. Það sem er galið við þetta reiknisdæmi er að þau fá úthlutaðar einingar án gjalds, en umfram kvótaeininga sinna selja þau áfram inn í þetta meingallaða kerfi. En með réttu ættu þessar umframeiningar að renna beint inn í Íslenskt samfélag án endurgjalds. Fjárhagsleg byrði á minni þjóðum Það að Íslensk stjórnvöld þurfa að kaupa kolefniseiningar erlendis er lýsandi dæmi fyrir píramídasvindl, þar sem þar sópast gríðarlegar fjárhæðir úr Íslenska hagkerfinu þrátt fyrir að hafa gott sem engin áhrif á loftslagið. Í ljósi þessara staðreynda er brýnt að Íslensk stjórnvöld setji sér það sem eitt af meginverkefnum að losa Íslenskt samfélag undan hæl dýrsins, „kvótakerfinu”. Þetta kerfi er ósanngjarnt og óskilvirkt sem fer beint út í verðlag og leggur óþarfa byrðir á Íslenskt atvinnulíf og almenning. Sanngjörn undanþága fyrir Ísland Landfræðileg lega Íslands ein og sér ætti að gefa rétt á undanþágu frá alþjóðlega kvótakerfinu fyrir kolefnislosun. Ísland er háð flutningum af hafi og úr lofti, takmarkanir í orkuskiptum gera Ísland ólíkt öðrum löndum. Auk þess er kvótakerfið ekki nægilega gagnsætt og þær svikamyllur sem virðast þrífast þar veikja kerfið, sem skilvirkt kerfi til loftslagsaðgerða. Í stað þess að taka þátt í þessu sýkta kvótakerfi ætti Ísland að beina fjármagni sínu í sjálfbærar lausnir innanlands, eins og þróun nýrrar orkutækni og kolefnisbindingu. Með því gæti landið haldið áfram að vera leiðandi í sjálfbærni án þess að bera óeðlilega byrði vegna kerfis sem reynst hefur mein gallað í framkvæmd. Höfundur er lífskúnstner
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun