Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. janúar 2025 12:30 Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun