Fyrirtæki í vexti á Íslandi – eða annars staðar Páll Harðarson skrifar 17. september 2014 13:00 Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar