Skoðun

Ó­venju­leg hálka

Sara Oskarsson skrifar

Kæru borgarbúar

Veðurstofan spáir því að á næstu árum gætu röð veðurfræðilegra atvika vel átt sér stað hér á Íslandi. Afleiðingarnar kunna að vera stórskrítinn snjór, furðuleg rigning, nú eða óvenjuleg hálka.

Höfum þó eitt á hreinu kæru útsvarsgreiðendur: við ætlum ekki að grípa ykkur þegar að þið rennið í hálkunni lóðbeint á rassgatið og þríbrjótið ykkur! Það er ykkur sjálfum að kenna. Þið verðið bara annað hvort að vera heima hjá ykkur eða fá ykkur takkaskó.

Ví dónt ker.

Við leggjum okkur fram um að reka sjálfbæra söltunarþjónustu og notum bara afgangs borðsalt úr mötuneyti Ráðhússins og stráum því eins og yfir eina og eina upphitaða gangstétt á meðan að við hjólum sjálf heim úr vinnunni.

Gangi ykkur vel.

Borgin

*Fyrirvari: ofangreindur pistill er grín og ekki tilraun til þess að villa á sér heimildir.

Höfundur er enn sem komið er óbrotinn.




Skoðun

Sjá meira


×