Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. desember 2024 12:32 Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Nóbelsverðlaun Kjarnorka Japan Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun