Gæti þakkað 100 manns fyrir þessi ótrúlegu 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2014 06:30 Þóru B. Helgadóttur var fagnað af liðsfélögum sínum eftir að hún skoraði mark úr vítaspyrnu í kveðjuleiknum. vísir/stefán „Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
„Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47
Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01