Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2014 07:00 Miklar deilur eru meðal hestamanna um staðsetningu landsmóta. Mynd/Bjarni Þór Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur. Hestar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur.
Hestar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira