Tarantino hættir eftir tíu myndir 13. nóvember 2014 16:30 Tarantino og Travolta Leikstjórinn ætlar að gera tvær myndir í viðbót fyrir utan þá nýjustu, The Hateful Eight. Vísir/Getty Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira