Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar Sigurður Oddsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarnakonum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Króknum, en varast ber að trúa öllum fréttum frá útlöndum, sem heilögum sannleika. Það er rétt að umhverfinu stafar mikil ógn af plastdrasli, sem er reikult um allan sjó og brotnar ekki niður. Minnst af þessu plasti eru plastburðarpokar, eins og notaðir eru í matvöruverslunum á Íslandi t.d. hjá Skagfirðingabúð. Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka. Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.Heilbrigð skynsemi Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar. Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar? Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið? Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarnakonum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Króknum, en varast ber að trúa öllum fréttum frá útlöndum, sem heilögum sannleika. Það er rétt að umhverfinu stafar mikil ógn af plastdrasli, sem er reikult um allan sjó og brotnar ekki niður. Minnst af þessu plasti eru plastburðarpokar, eins og notaðir eru í matvöruverslunum á Íslandi t.d. hjá Skagfirðingabúð. Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka. Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.Heilbrigð skynsemi Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar. Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar? Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið? Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar