Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 12:00 Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir og margt fleira. vísir/Valli Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Jólafréttir Krakkar Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“
Jólafréttir Krakkar Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira