Hvert viljum við stefna? Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun