Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2015 17:57 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP/AFP Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent