Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 16:39 Skopmyndateiknararnir Wolinski, Cabu, Charb og Tignous. Vísir/AFP Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00