Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2015 20:35 Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson. Vísir/Daníel Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld. Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld.
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira