Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 20:14 Vísir/Eva Björk Arnór Atlason var eins og aðrir leikmenn heldur niðurlútur eftir tap Íslands gegn Svíum á HM í Katar í dag. Niðurstaðan 24-16 sigur Svíþjóðar en strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimörkinni. „Já, það kom öllum á óvart að Ísland hafi skorað sextán mörk í einum leik - okkur líka. Ég á eftir að skoða leikinn betur til að geta sagt að sóknarleikurinn hafi verið fyrir neðan allar hellur en ég held að við höfum verið að brenna af rosalega mörgum færum.“ Arnór var besti sóknarmaður Íslands í dag en hann byrjaði á bekknum og kom inn af fínum krafti um miðbik fyrri hálfleiksins. „Ég byrja út af og ef mér er hent inn á er það til að breyta einhverju. Ég reyni það en okkur vantaði stöðugleika í sóknina - halda áfram, vinna einn mann og gefa boltann. Þetta snerist mikið um að spila eitt kerfi, maðurinn fékk boltann og skaut.“ „Í staðinn hefðum við átt að halda kerfunum lengur í gangi og fá meira út úr þeim. En það var ekkert að ganga.“ „Það jákvæða var varnarleikurinn og markvarslan. Bjöggi tók fullt af skotum og við fengum ekki nema 24 mörk á okkur. Það á að vera nóg til að vinna handboltaleiki.“ Arnór segir að það hafi ekkert vantað upp á baráttuviljann hjá strákunum í dag. „Mér fannst við þvílíkt klárir. Ég get ekki talað fyrir alla en mér fannst það á liðinu að allir væru tilbúnir í þetta. Það er ódýrt að skella skuldinni á eitthvað svoleiðis því við stóðum okkur einfaldlega ekki vel í dag.“ „Við verðum að vera nógu miklir menn til að viðurkenna það. En það jákvæða við þetta er að núna er bara ein leið í boði. Við erum á botninum og bara ein leið frá honum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Arnór Atlason var eins og aðrir leikmenn heldur niðurlútur eftir tap Íslands gegn Svíum á HM í Katar í dag. Niðurstaðan 24-16 sigur Svíþjóðar en strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimörkinni. „Já, það kom öllum á óvart að Ísland hafi skorað sextán mörk í einum leik - okkur líka. Ég á eftir að skoða leikinn betur til að geta sagt að sóknarleikurinn hafi verið fyrir neðan allar hellur en ég held að við höfum verið að brenna af rosalega mörgum færum.“ Arnór var besti sóknarmaður Íslands í dag en hann byrjaði á bekknum og kom inn af fínum krafti um miðbik fyrri hálfleiksins. „Ég byrja út af og ef mér er hent inn á er það til að breyta einhverju. Ég reyni það en okkur vantaði stöðugleika í sóknina - halda áfram, vinna einn mann og gefa boltann. Þetta snerist mikið um að spila eitt kerfi, maðurinn fékk boltann og skaut.“ „Í staðinn hefðum við átt að halda kerfunum lengur í gangi og fá meira út úr þeim. En það var ekkert að ganga.“ „Það jákvæða var varnarleikurinn og markvarslan. Bjöggi tók fullt af skotum og við fengum ekki nema 24 mörk á okkur. Það á að vera nóg til að vinna handboltaleiki.“ Arnór segir að það hafi ekkert vantað upp á baráttuviljann hjá strákunum í dag. „Mér fannst við þvílíkt klárir. Ég get ekki talað fyrir alla en mér fannst það á liðinu að allir væru tilbúnir í þetta. Það er ódýrt að skella skuldinni á eitthvað svoleiðis því við stóðum okkur einfaldlega ekki vel í dag.“ „Við verðum að vera nógu miklir menn til að viðurkenna það. En það jákvæða við þetta er að núna er bara ein leið í boði. Við erum á botninum og bara ein leið frá honum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49