„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. janúar 2015 10:14 Orð Ásmundar eru gagnrýnd harðlega. „Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent