Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2015 07:48 Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. Þegar sérleyfunum var úthlutað var olíuverðið í kringum hundrað bandaríkjadollarar á tunnuna en síðustu daga hefur það verið í kringum fimmtíu dollara. Eykon Energy er aðili að báðum þeim leyfum sem eru í gildi og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir verðfallið ekki hafa dregið úr áhuganum. Það sé enn stefnt á endurvarpsmælingar næsta sumar og verið að undirbúa að leita tilboða í verkefnið. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Gunnlaugur að með lægra olíuverði minnki kostnaður verulega. Meira framboð sé af skipum af því tagi sem geti framkvæmt slíkar mælingar. „Þannig að við erum bjartsýnir á að okkur takist að framkvæma þessar mælingar með töluvert lægri tilkostnaði en við gerðum ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur. Hann segir enga ástæðu til að ætla að þeir hætti við Drekasvæðið, hann myndi fremur telja það vera á hinn veginn, að það sé ákjósanlegra að halda leitinni áfram. Olíurannsóknaskipið Nordic Explorer, ásamt þremur fylgdarskipum, sótti þjónustu til Akureyrar sumarið 2012, vegna rannsókna á Drekasvæðinu.Mynd/N4 Hann bendir á að ef olía finnist séu mörg ár í að vinnsla hefjist og engin leið sé að spá hvaða verð fáist þá fyrir olíuna. Það sé eins og að reyna að spá fyrir um hvernig veðrið verði eftir tíu ár. En hvað þyrfti verðið að vera hátt til að olíuvinnsla borgaði sig á Drekasvæðinu? Gunnlaugur segir svarið ráðast af því hversu stórar lindir finnist, finnist þær á annað borð. „Við erum að leita að stórum lindum. Við teljum að við gætum rekið þetta með hagnaði jafnvel niður í 60 dollara olíuverð, ef við finnum stórar lindir,“ segir Gunnlaugur. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. Þegar sérleyfunum var úthlutað var olíuverðið í kringum hundrað bandaríkjadollarar á tunnuna en síðustu daga hefur það verið í kringum fimmtíu dollara. Eykon Energy er aðili að báðum þeim leyfum sem eru í gildi og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir verðfallið ekki hafa dregið úr áhuganum. Það sé enn stefnt á endurvarpsmælingar næsta sumar og verið að undirbúa að leita tilboða í verkefnið. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Gunnlaugur að með lægra olíuverði minnki kostnaður verulega. Meira framboð sé af skipum af því tagi sem geti framkvæmt slíkar mælingar. „Þannig að við erum bjartsýnir á að okkur takist að framkvæma þessar mælingar með töluvert lægri tilkostnaði en við gerðum ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur. Hann segir enga ástæðu til að ætla að þeir hætti við Drekasvæðið, hann myndi fremur telja það vera á hinn veginn, að það sé ákjósanlegra að halda leitinni áfram. Olíurannsóknaskipið Nordic Explorer, ásamt þremur fylgdarskipum, sótti þjónustu til Akureyrar sumarið 2012, vegna rannsókna á Drekasvæðinu.Mynd/N4 Hann bendir á að ef olía finnist séu mörg ár í að vinnsla hefjist og engin leið sé að spá hvaða verð fáist þá fyrir olíuna. Það sé eins og að reyna að spá fyrir um hvernig veðrið verði eftir tíu ár. En hvað þyrfti verðið að vera hátt til að olíuvinnsla borgaði sig á Drekasvæðinu? Gunnlaugur segir svarið ráðast af því hversu stórar lindir finnist, finnist þær á annað borð. „Við erum að leita að stórum lindum. Við teljum að við gætum rekið þetta með hagnaði jafnvel niður í 60 dollara olíuverð, ef við finnum stórar lindir,“ segir Gunnlaugur.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15