Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 15:30 Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn