Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 15:30 Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira