Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg mun ekki taka þátt í titilvörn Stjörnunnar í Pepsi-deildinni því þessi 23 ára strákur hefur gert samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Gefle IF. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Martin Rauschenberg var búinn að vera í tvö sumur hjá Stjörnunni en gerir nú þriggja ára samning við sænska liðið sem endaði í 14. sæti á síðustu leiktíð.
„Hann getur spilað í báðum miðvarðarstöðunum og getur notað bæði vinstri og hægri fót í uppspilinu. Hann hefur líka frábæra leiðtogahæfileika þrátt fyrir ungan aldur," sagði Hasse Berggren, íþróttastjóri Gefle IF, í viðtali á heimasíðu félagsins.
Stjörnuliðið varð í þriðja sætið fyrra ár Martin Rauschenberg hjá liðinu og vann svo titilinn síðasta sumar. Bættur varnarleikur liðsins átti mikinn þátt í betri gengi Garðbæinga.
Martin Rauschenberg varð í 3. sæti yfir bestu varnarmenn Pepsi-deildarinnar 2014 samkvæmt einkunnagjöf Vísis og Fréttablaðsins en hann var með 6,19 í meðaleinkunn.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar missa miðvörðinn sinn til Svíþjóðar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn

