Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2015 08:16 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24