Ekki annað að sjá en Egyptar hafi lagt sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2015 16:32 Strákarnir okkar fögnuðu flottum sigri í gær. Vísir/Eva Björk Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland! HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland!
HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira