Rotaður á heimavelli og fór að gráta | Sjáðu bardagann í heild sinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 15:30 Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00