Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 11:07 Einn af þeim sex viðskiptavinum sem tengjast Íslandi og afhjúpaðir eru í gögnum HSBC er með íslenskt vegabréf. Vísir/Getty Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23