Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ ingvar haraldsson skrifar 15. febrúar 2015 21:22 Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. vísir/vilhelm „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi. Bolludagur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi.
Bolludagur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira