Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ ingvar haraldsson skrifar 15. febrúar 2015 21:22 Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. vísir/vilhelm „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi. Bolludagur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi.
Bolludagur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira