„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum víða um land í vetur. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54
„Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56