Tók leigubíl fyrir 37 þúsund kall þegar það byrjaði að gjósa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:14 "Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt," segir Magnús Tumi. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00
Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01
Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57
Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25