Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2015 10:57 Börnin komin bókstaflega á hálan ís við Jökulsárlón í gær. Mynd/Owen Hunt „Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30