Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2015 15:16 vísir/gva Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent