700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 13:14 Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira