Kanarnir í Jökulsárlóni höfðu engan áhuga á Darwin-verðlaununum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 11:30 Skjámynd úr myndbandi Þórarins frá því í morgun. „Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent