Ferðamenn í óveðursferðir: „Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2015 07:35 Hér má sjá ferðamenn í einskonar óveðursferð. myndir/facebooksíða Stormhike Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira