„Sárafátækt fólk sem eyðir þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 14:46 Hér til vinstri má sjá mynd af Hinriki ásamt fjölskyldunni. Til hægri má síðan sjá mynd frá upptökum af þáttunum sem hann vinnur að. mynd/aðsendar „Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
„Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira