Mikil jákvæðni gagnvart ferðamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2015 10:43 „Þetta eru góðar fréttir því þetta sýnir að viðhorf okkar íbúanna er mun jákvæðara gagnvart ferðamönnum en margir hafa ef til vill óttast miðað við umræðuna.” Vísir/Höfuðborgarstofa/GVA Rétt rúm tvö prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum. og 84,5 prósent íbúa segjast mjög eða frekar jákvæð. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamenn eru einnig sagðir vera vinsamlegir í samskiptum við íbúa. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Einungis 2, 3 prósent íbúa segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö prósent segjast vera fremur neikvæð og 0,3 prósent mjög neikvæð. Þetta hlutfall er 3,1 prósent í póstnúmerinu 101 í miðborg Reykjavíkur þar sem ferðamannafjöldinn er mestur. Rúm 90 prósent íbúa, eða 91,8 telja að ferðamenn séu fremur eða mjög vinsamlegir í samskiptum við íbúa. Einungis 0,7 prósent segja þá vera óvinsamlega og 7,5 prósent í meðallagi.Ferðamenn viðkunnanlegri en íbúar Samanborið við hve gestrisna íbúar telja sjálfa sig vera, segjast 61,9 prósent telja að íbúar séu mjög eða fremur gestrisnir. Þá segja 6,7 prósent íbúa mjög eða fremur ógestrisna og 31,4 prósent segja gestrisni íbúa í meðallagi. „Þetta eru góðar fréttir því þetta sýnir að viðhorf okkar íbúanna er mun jákvæðara gagnvart ferðamönnum en margir hafa ef til vill óttast miðað við umræðuna,” segir Einar Þór Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu í tilkynningunni. „Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur vísbendingar um þolmörk í samfélaginu og munu reynast mikilvægt innlegg í þá vinnu sem Reykjavíkurborg er að vinna um þessar mundir við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnunnar til ársins 2020. Tilgangur þeirrar vinnu er einmitt að móta stefnuna með framsýn og skynsemi að leiðarljósi.” Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rétt rúm tvö prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum. og 84,5 prósent íbúa segjast mjög eða frekar jákvæð. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamenn eru einnig sagðir vera vinsamlegir í samskiptum við íbúa. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Einungis 2, 3 prósent íbúa segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö prósent segjast vera fremur neikvæð og 0,3 prósent mjög neikvæð. Þetta hlutfall er 3,1 prósent í póstnúmerinu 101 í miðborg Reykjavíkur þar sem ferðamannafjöldinn er mestur. Rúm 90 prósent íbúa, eða 91,8 telja að ferðamenn séu fremur eða mjög vinsamlegir í samskiptum við íbúa. Einungis 0,7 prósent segja þá vera óvinsamlega og 7,5 prósent í meðallagi.Ferðamenn viðkunnanlegri en íbúar Samanborið við hve gestrisna íbúar telja sjálfa sig vera, segjast 61,9 prósent telja að íbúar séu mjög eða fremur gestrisnir. Þá segja 6,7 prósent íbúa mjög eða fremur ógestrisna og 31,4 prósent segja gestrisni íbúa í meðallagi. „Þetta eru góðar fréttir því þetta sýnir að viðhorf okkar íbúanna er mun jákvæðara gagnvart ferðamönnum en margir hafa ef til vill óttast miðað við umræðuna,” segir Einar Þór Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu í tilkynningunni. „Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur vísbendingar um þolmörk í samfélaginu og munu reynast mikilvægt innlegg í þá vinnu sem Reykjavíkurborg er að vinna um þessar mundir við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnunnar til ársins 2020. Tilgangur þeirrar vinnu er einmitt að móta stefnuna með framsýn og skynsemi að leiðarljósi.”
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira