Strokkur gaus rauðu - Myndband Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2015 11:30 Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Ferðamenn ráku upp stór augu í morgun þegar Strokkur tók að gjósa. Ásýnd hversins var með öðru móti en vanalega en svo virðist sem rauðu litarefni hafi verið hellt út í sem varð til þess að hann gaus rauðu. Listamaðurinn Marco Evaristti ber ábyrgð á uppátækinu. Um er að ræða listrænan gjörning en hann hefur undanfarið ferðast víða og sett sinn svip á náttúruna, eins og hann orðar það. Gjörninginn kallar hann „Pink state“ og segir hann í samtali við Vísi að með þessu sé hann að gera landslag að eins konar málverki. Sigurður Másson, starfsmaður á Geysissvæðinu, segir að Strokkur sé nú farinn að gjósa eðlilega. Rauðan blæ sé þó enn að sjá í frostinu „Ég veit ekki til þess að svona hafi nokkurn tímann gerst og þetta kom mér vissulega á óvart í morgun,“ segir hann. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segist harma atvikið. Listamaðurinn hafi ekki einungis sett sjálfan sig í hættu heldur sé hann einnig að vanvirða náttúruperlur Íslands. „Hann gerir þetta án nokkurs samráðs og heimildar og við hörmum þessa forheimsku. Hann fer þangað inn fyrir, þarna er sjóðandi vatn og getur verið stór hættulegt. Hann virðir hvorki boð né bönn og sýnir það að það er ekki hægt að hafa þessar perlur eftirlitslausar,“ segir Garðar.Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira