Pavel: Þetta var meiðslatitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 08:00 Pavel ásamt Hannesi Jónssyni og Guðbjörgu Norðfjörð, formanni og varaformanni KKÍ. vísir/valli „Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53