J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 16:41 J.J. Abrams Vísir/Getty Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira